Algengar spurningar


Er hægt að millifæra?

Já ekkert mál. Hafðu bara samband í tölvupósti (perla@perladesign.is).

Er hægt að hafa 2 íþróttir á sama henginu?

Já það er einmitt hægt. þú velur Vörur - Hengi fyrir verðlaunapeninga - Sérpöntun – 2 íþróttir á sama henginu. 

Hvað komast margir verðlaunapeningar á hengi með einni slá?

Ef verðlaunapeningunum er raðað án þess að borðarnir fari uppá hvern annan þá er hægt að koma fyrir ca. 12 verðlaunapeningum á hengið. Ef þeim er raðað aðeins uppá hvern annan þá er auðveldlega hægt að koma fyrir um 20 stk.

Hvað komast margir verðlaunapeningar á hengi með tveimur slám?

Ef verðlaunapeningunum er raðað án þess að borðarnir fari uppá hvern annan þá er hægt að koma fyrir ca. 24 verðlaunapeningum á hengið. Ef þeim er raðað aðeins uppá hvern annan þá er auðveldlega hægt að koma fyrir um 40 stk.

Hvað komast margir verðlaunapeningar á hengi með þremur slám?

Ef verðlaunapeningunum er raðað án þess að borðarnir fari uppá hvern annan þá er hægt að koma fyrir ca. 36 verðlaunapeningum á hengið. Ef þeim er raðað aðeins uppá hvern annan þá er auðveldlega hægt að koma fyrir um 60 stk.

Ég ætla að panta 2 fótboltahengi fyrir stráka. Vel ég eitt í einu eða á ég að skrifa bæði nöfnin í innsláttarsvæðið.

Ef hengin eiga að vera alveg eins þá getur þú skrifað bæði nöfnin í innsláttarsvæðið og haft bandstrik á milli nafnanna og á næstu síðu velur þú 2 hengi.

Ef þú vilt að hengin séu ekki eins þá þarftu að velja eitt hengi og setja í körfuna og velja svo annað og setja það líka í körfuna.

Ég bý erlendis. Getið þið sent fyrir mig innpakkaða gjöf á heimilisfang á Íslandi?

Já ekkert mál. Hafðu bara samband í tölvupósti (perla@perladesign.is).

 Ég bý í Noregi. Sendið þið til Noregs?

Já ekkert mál. Þú ferð á þessa síðu og velur sendingarkostnað. Það kostar 1500 kr. að senda til Evrópu. Sendingin er í ábyrgð og þú færð rekjanlegt númer. 

https://www.perladesign.is/collections/hengi-fyrir-verdlaunapeninga/products/shipping-cost-to-norway