Um Perla design
Perla design er vefverslun sem var stofnuð árið 2009 af Önnu Ingibergsdóttur.
Í gegnum árin hefur Anna hannað ýmislegt s.s. töskur, lyklakippur og skartgripi svo eitthvað sé nefnt.
Nýjasta hönnunin hjá henni eru hengi fyrir verðlaunapeninga. Kannast þú við það að allir verðlaunapeningar barnsins þíns eru allir hangandi á einum snaga eða í hrúgu uppá hillu? Þannig var það amk. á hennar heimili og ákvað hún því að gera eitthvað í málinu. Hún ákvað að hanna hengi fyrir verðlaunapeningana. Hún vill meina að við eigum að gera þessum verðlaunapeningum hátt undir höfði. Það virkar þá líka hvetjandi fyrir börnin að safna verðlaunapeningum. Nú svo er þetta líka fallegt og skreytir herbergi barnsins.
Ef þín íþrótt er ekki í boði þá endilega hafðu samband og sjáum hvort að Anna geti ekki útbúið hana fyrir þig.
Anna er menntuð sem textílkennari og er einnig með mastergráðu frá USA í upplýsingatækni í kennslu. Í dag kennir hún upplýsingatækni í grunnskóla. Þar kennir hún m.a. hönnun í upplýsingatækni.
En af hverju nafnið Perla design? Ástæðan fyrir nafninu segir Anna vera sú að á sama tíma og hún stofnaði hönnun sína dó kisan hennar en hún hét Perla.