Nú getur þú fengið persónuleg fatahengi fyrir litlu krílin.
Hengin eru úr birkivið (6 mm) og koma með 3 eða 5 keramikhönkum. Stærð: breidd: 40 cm x hæð: 12 cm (5 hankar). Stærð: breidd: 30 cm x hæð: 12 cm (3 hankar).
Hámark stafa á hengið er um 22 stafir á stærra hengið. Þú velur lit á hengið sjálft. Keramikhankarnir koma í einni stærð (2,8 cm). Notaðir eru trétappar aftaná til að fá þrívíddar áhrif. Skrúfurnar koma í sama lit og fatahengið svo þær verði ekki eins áberandi. Hentar einnig sem hengi fyrir skartgripi fyrir stelpur á öllum aldri.
Þú setur inn nafn á fatahengið þegar þú pantar.
Myndirnar sýna keramikhanka í hvítu og svörtu á Heima er best fatahengi.