Á þetta hengi velur þú tvær íþróttir. Nú getur þú fengið glæsilegt hengi fyrir alla verðlaunapeningana þína með þínu nafni. Frábær leið til að sýna alla verðlaunapeningana sem þú hefur fengið.
Hengin eru úr birkivið (4 mm) og koma í þremur stærðum, 1-3 slár.
Stærðir í boði:
1 slá: 35 cm x 12,5 cm
2 slár: 35 cm x 15 cm
3 slár: 35 x 18 cm
Á eina slá má alveg koma fyrir 30-40 verðlaunapeningum sé þeim raðað uppá hvorn annan, út slárnar. Hengi með þremur slám henta þeim sem eiga orðið 50+ verðlaunapeninga. Verðlaunapeningar fylgja ekki með : )
Nöfnin eru alltaf með hástöfum. Ef nöfnin eru tvö og mjög löng hentar e.t.v. betur að hafa bara fyrra nafnið. Hámark á stöfum er ca. 12 en þá eru stafirnir orðnir svolítið þéttir saman. Skrúfur, tappar, plasttappar að aftan og leiðbeiningar fylgja með. Nafnið sem þú vilt fá á hengið skrifar þú í sama svæði og íþróttakallana sem þú vilt fá.
Upplögð afmælisgjöf!